fbpx
Select Page

Brekkugata 29

- Gisting fyrir allt að 6 manns -
Bóka núna

Brekkugata 29

Lýsing

Björt og falleg nýuppgerð 75fm íbúð með fallegu fjalla og sjávar útsýni yfir Akureyri. Gisting fyrir allt að 7.
Öll helstu þægindi innifalin, vel útbúið eldhús með uppþvottavél, nýtt snjallsjónvarp með Netflix, háhraða internet, þvottavél og þurrkari.

Komið er inn í forstofu þaðan er gengið inn á baðherbergið.

Úr forstofu er farið inn í íbúðina á hægri hönd er hjónaherbergi með 2földu rúmi og góðum skápum, á vinstri hönd er herbergi með koju, neðri kojan er 140 cm og efri 90cm.
Stofan með svefnsófa og nýju snjallsjónvarpi, úr stofunni er frábært útsýni er yfir Greifavöllinn, Akureyri og Vaðlaheiðina.

Eldhúsið er vel tækjum búið með uppþvottavél, ofni, örbylgjuofni, kaffivél og rúmgóðum ísskáp.

Staðsetning

Staðsetningin er á Brekkugötu sem liggur upp frá Ráðhústorgi. Stutt er allt það helsta sem Akureyri hefur uppá að bjóða, svo sem veitingastaði og kaffihús, verslanir, menningarhúsið Hof. Sundlaug Akureyrar er í 10 mínútna göngufjarlægð.

Næg bílastæði eru í Brekkugötu fyrir framan húsið.

Frábærir veitingastaðir og kaffihús allt um kring.

3 mín. göngufæri frá aðalgöngugötu

10 mín. göngufæri frá sundlaug.

10 mín. göngufæri við kjörbúð.

5 mín. göngufæri frá strætóstöð.

5 mín. akstursfjarlægð frá flugvelli.

Æðisleg íbúð til að slaka á eftir ferðalag/skíði/göngu eða bara einfaldlega til að njóta á frábærum stað í frábæru umhverfi.

 

Review

Valdemar:

Very happy. Excellent location in Akureyri and the apartment is newly decorated in a tasteful fashion. All equipment from the TV to the kettle and toaster is quality. Highly recommended.

Haley

Great place in a great location. Alma had great recommendations for Akureyri and was easy to communicate with!

Myndir

Láttu fara vel um þig og þína í notalegri íbúð staðsett í miðbæ Akureyrar

Afþreying

Í nágrenni við Akureyrar er ýmisleg afþreying í boði fyrir fjölskyldur, pör og einstaklinga. Hér að neðan má sjá brot af þeirri afþreyingu sem er í boði.

Tölvupóstur

gudni@lyklaskipti.is

(+354) 663 5790

Heimilisfang
Sundaborg 7-9